Leikmenn Liverpool mega ekki tala um sigur liðsins í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.
Þetta segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool en liðið vann Tottenham í úrslitaleiknum fyrr í sumar.
Liverpool hefur byrjað þetta tímabil frábærlega og hver veit nema liðið hafni öðrum stórum titli.
,,Eftir þessa ferð þá má enginn tala við mig um Meistaradeildartitilinn,“ sagði Klopp við blaðamenn.
,,Við tökum þetta ekki með okkur. Við erum að byrja nýjan kafla.“