Olivier Giroud, framherji Chelsea, viðurkennir að hann sé óánægður hjá félaginu þessa stundina.
Giroud er mikilvægur hlekkur í franska landsliðinu en fær nánast ekkert að spila undir stjórn Frank Lampard.
,,Samþykki ég þetta? Nei það geri ég ekki,“ sagði Giroud í samtali við Le Pelerin.
,,Ég hef alltaf sýnt virðingu og auðmýkt. Jafnvel þó að ég sé ekki sammála stjóranum þá gagnrýni ég hann ekki.“
,,Ég get þó ekki persónulega samþykkt þetta því ég veit hvers virði ég er á vellinum.“