fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Alfreð virðir ákvörðun Hamren en er ekki sammála: „Hægt að finna verri lið en það franska til að treysta“

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 13. október 2019 10:53

Raphael Varane er orðaður við Man Utd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Staðan hefur ekkert mikið breyst,“ sagði framherjinn Alfreð Finnbogason þegar hann ræddi við fréttamenn á Laugardalsvelli í dag.

Íslenska liðið er búið að sleikja sárin eftir tap gegn Frakklandi og þarf að vinna Andorra á morgun. Á sama tíma verður Frakkland að vinna Tyrkland, annars er staða Íslands hálf vonlaus.

,,Það var talað um það fyrir síðustu fjóra leikinna að við þyrftum að vinna þrjá. Við þurfum að vinna þrjá leiki og treysta á Frakkana. Það er hægt að finna verri lið en það franska til að treysta á. Við þurfum að klára okkur, við gerum þá kröfu að vinna Andorra og Moldóvu.“

Alfreð byrjaði á bekknum gegn Frakklandi, Kolbeinn Sigþórsson fékk traustið. Þetta er staða sem Alfreð var í lengi, en hann var fyrsti kostur frá 2016 fram til ársins í ár.

,,Já og nei, staðan er öðruvísi núna. Ég er að komast aftur af stað, maður er alltaf ósáttur þegar maður byrjar ekki leiki. Það breytist aldrei, sama hvort ég er að byrja eða ekki þá geri ég mitt besta. Staðan var þannig í þetta verkefni að Erik taldi þetta vera best fyrir liðið. Ég virði þá ákvörðun þó ég sé ekki sammála, þegar ég fæ mín tækifæri þá verð ég klár. Ég vil sanna það eins og síðustu ár þegar ég er heill, þá get ég nýst íslenska landsliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld

Íslendingur að störfum á svakalegum leik í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton