fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433

Wenger hætti við kaupin: ,,Peningakast á milli hans og mín“

Victor Pálsson
Laugardaginn 12. október 2019 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, gerði mistök á ferlinum er hann ákvað að kaupa Kevin Phillips ekki frá Sunderland á sínum tíma.

Phillips raðaði inn mörkum fyrir Sunderland og var keyptur til Aston Villa í kjölfarið.

Wenger sýndi leikmanninum þó áhuga en ákvað að lokum að fá Francis Jeffers sem gerði ekkert í London.

,,Aston Villa lagði fram tilboð í mig og á sama tíma vildi Arsene Wenger fá mig til Arsenal,“ sagði Phillips.

,,Í hvert skipti sem ég sé hann í dag þá segir hann við mig að hann hefði kannski frekar átt að kaupa mig en Francis Jeffers.“

,,Þetta var eiginlega bara peningakast á milli mín og Jeffers. Hann var aðeins yngri og þess vegna valdi Wenger hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Í gær

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United