Serge Aurier, leikmaður Tottenham, viðurkennir að hann hafi reynt að komast burt frá félaginu í sumar.
Aurier var orðaður við önnur félög í sumar en hann lék aðeins átta deildarleiki á síðustu leiktíð.
Aurier segir að hann hafi fengið minna að spila því hann hafi lengi leitast eftir því að semja við annað félag.
,,Ég leitaðist eftir því að koma burt og því gat ég ekki spilað neitt,“ sagði Aurier.
,,Þegar þú ert að reyna að komast annað þá geturðu ekki spilað því þú átt í hættu á að meiðast.“
,,Ég vildi fara svo það var eðlilegt að ég fengi ekki að spila. Fyrir utan það þá er það ákvörðun þjálfarans.“
,,Ég er ekki 20 ára gamall lengur og þarf að fá að spila til að vera ánægður.“