Marek Hamsik útilokar það ekki að snúa aftur til Ítalíu og spila fyrir lið Napoli á nýjan leik.
Hamsik yfirgaf Napoli fyrir Kína í febrúar á þessu ári en hann lék yfir 500 leiki fyrir það fyrrnefnda.
Hamsik er 32 ára gamall í dag og gæti mögulega snúið aftur en þá líklega á lánssamningi.
,,Hlutirnir ganga vel í Kína. Tímabilið endar bráðlega. Ég er að venjast hlutunum hérna,“ sagði Hamsik.
,,Að yfirgefa Napoli var mín ákvörðun. Ég biðst afsökunar á því en félagið á alltaf pláss í mínum hjartastað.“
,,Ég veit ekki hvort Napoli gæti notað mig núna. Ég útiloka ekki að snúa aftur og hjálpa þeim en ég gerði þriggja ára samning í Kína.“