Ryan Giggs og Frank Lampard eru áhyggjufullir þessa stundina vegna miðjumannsins Ethan Ampadu.
Ampadu er á mála hjá Chelsea en hann var lánaður til RB Leipzig í sumar og fær ekkert að spila.
Ampadu er einnig mikilvægur fyrir Giggs hjá welska landsliðinu og spilaði í 1-1 jafntefli við Slóvakíu.
Hann hefur ekki fengið eina einustu mínútu á tímabilinu og íhugar Chelsea að kalla hann til baka.
Ampadu er aðeins 19 ára gamall en hann fær þó ekkert að spila í Þýskalandi og gæti snúið aftur heim.