Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, telur að Eden Hazard geti ekki verið arftaki Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid.
Hazard kom til Real í sumar frá Chelsea en hann er ekki þekktur fyrir að skora eins mörg mörk og Portúgalinn.
,,Hann er svarið fyrir Real en hann getur ekki verið arftaki Ronaldo, það er á hreinu,“ sagði Wenger.
,,Hann mun ekki skora 50 mrk á tímabili. Þeir þurfa annan markaskorara því Karim Benzema er 32 ára í dag.“
,,Eden Hazard er magnaður leikmaður til að skapa færi og stundum klára þau í stóru leikjunum.“