Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Tottenham, segir liðinu að forðast Jose Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea og Manchester United.
Mourinho er orðaður við Tottenham þessa dagana en Mauricio Pochettino er valtur í sessi eftir erfitt gengi undanfarið.
,,Það hefur verið mikið talað um að Jose Mourinho gæti tekið við keflinu hjá Tottenham,“ sagði Berbatov.
,,Sem þjálfari þá hefur hann upplifað margar stöður á ferlinum og þekkir vandamálin, hann gæti haft einhver svör. Myndi hann þó bæta liðið?“
,,Ég veit ekki með það því þetta er sama liðið. Þegar Ole Gunnar Solskjær tók við Manchester United þá fengu allir smá auka kraft en þú þarft að halda því gangandi.“
,,Að mínu mati þá þarf Mauricio Pochettino að halda áfram þarna, hann hefur gert þetta í langan tíma.“