Kepa Arrizabalaga, markvörður Chelsea, vonast til að snúa aftur heim til Athletic Bilbao einn daginn.
Kepa er 25 ára gamall markmaður en hann kostaði Chelsea 72 milljónir punda síðasta sumar.
Hann vill þó ekki enda ferilinn á Englandi og vonast til að spila fyrir Athletic aftur þar sem hann var í 14 ár.
,,Auðvitað vil ég snúa aftur til Athletic. Ég veit ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Kepa.
,,Það er augljóst að ég elska að spila fyrir Athletic. Ég á frábærar minningar þaðan.“