Tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson mun horfa á leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM í kvöld.
Jóhann er landsþekktur söngvari en hann söng þjóðsöng Frakka er við spiluðum við þá árið 1998 í frægu jafntefli.
Þann dag var hlegið að Jóhanni er hann flutti franska sönginn og hefur hann enn ekki fyrirgefið það.
„Ég ætla að sjá leikinn í kvöld,“ sagði söngvarinn í samtali við Mbl.is en hann var ekki beðinn um að syngja í kvöld.
„Ég held að það sé búið að banna söngvara fyrir mótsleiki. Þetta mætti ef það væri vináttuleikur,“
Jóhann segist svo vita ástæðuna fyrir hlátrinum en vildi ekki gefa of mikið upp í viðtalinu.
„Það er persónulegt fyrir þá, greyin. Þeir hlógu fyrir leik en ekki þegar þeir fóru. Þá hló ég, heima í stofu.“
„Við skulum hlæja að þeim í kvöld. Við tökum þá. „Ég þoli ekki franska landsliðið. Það er bara þannig og ég vona að strákarnir taki þá og rassskelli þá.“