

Allir leikmenn Íslands sem eru mættir í verkefni gegn Frakklandi í undankeppni EM, eru leikfærir í dag.
,,Það eru ekki nein meiðsli, það æfðu allir í gær og ég á von á því í dag. Það eru ekki nein meiðsli,“ sagði Erik Hamren um ástand leikmanna í gær.
Smelltu hér til að sjá líklegt byrjunarlið Íslands
Frakkar mæta laskaðir til leiks á Laugardalsvelli, Kylian Mbappe, Paul Pogba og fleiri stór nöfn eru fjarverandi.
Olivier Giroud mun leiða línuna samkvæmt frönskum miðlum. Samuel Umtiti varnarmaður Börsunga er ekki með.
Franskir miðlar segja nokkuð klárt hvernig lið þeirra verði í kvöld.
Byrjunarlið Frakklands samkvæmt frönskum miðlum: Mandanda – Pavard, Varane, Lenglet, Hernandez – Tolisso, Kante – Coman, Griezmann, Matuidi – Giroud.