fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Einkunnir eftir grátlegt tap gegn Frökkum: Birkir Bjarnason bestur

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 11. október 2019 20:39

Griezmann í baráttunni á Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði við Frakkland í kvöld en um var að ræða leik í undankeppni EM.

Frakkar eru með eitt sterkasta lið heims um þessar mundir en þeir unnu heimsmeistaramótið í Rússlandi í fyrra.

Verkefnið var alltaf að fara að verða erfitt fyrir Ísland en strákarnir stóðu fyrir sínu á Laugardalsvelli.

Aðeins eitt mark var skorað í viðureigninni en það gerði Olivier Giroud fyrir gestina úr vítaspyrnu.

Antoine Griezmann féll með tilþrifum innan teigs eftir snertingu frá Ara Frey Skúlasyni og má segja að dómurinn hafi verið umdeildur en líklega réttur.

Lokastaðan 1-0 fyrir Frökkum hér heima og ljóst að útlitið er ekki of bjart fyrir íslenska liðið.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 7
Fékk lítið að gera, við héldum Frökkunum vel í skefjum en gerði vel þegar á þurfti.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Var í smá veseni á köflum en fyrsti leikur í hægri bakverði var ágætur.

Kári Árnason 7
Fínasti leikur Kára, hélt Giroud í skefjum sem var hans verk.

Ragnar Sigurðsson 8
Frábær leikur hjá Ragnari, þegar liðsfélagar hans voru í veseni þá kom Ragnar til bjargar.

Ari Freyr Skúlason 6
Stóð vel fyrir sínu, klaufalegur í vítaspyrnunni þar sem Griezmann fékk tækifæri til að dýfa sér.

Jóhann Berg Guðmundsson (15)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Rúnar Már Sigurjónsson (´73) 6
Fínasti leikur hjá Rúnari, hélt stöðu betur en hann hefur oft gert.

Birkir Bjarnason 9 – Maður leiksins
Gjörsamlega frábær leikur Birkis, besti maður vallarins. Lokaði miðsvæðinu all hressilega, vann boltann vel og skilaði vel frá sér.

Arnór Ingvi Traustason (´81) 6
Fínir sprettir en vantaði aðeins gæði til að skapa.

Gylfi Þór Sigurðsson 7
Fínir sprettir þegar við fengum boltann og hjálpaði Birki og Rúnari mikið

Kolbeinn Sigþórsson 8
Frábær leikur Kolbeins, nálgast sitt besta form.

Varamenn:

Jón Daði Böðvarsson (´15) 6
Hljóp og hljóp en komst lítið í boltann.

Alfreð Finnbogason (´73)
Spilaði ekki nóg til að fá einknunn

Arnór Sigurðsson (´81)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Endalok Viðars á Akureyri?

Endalok Viðars á Akureyri?
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar
433Sport
Í gær

Nunez fagnaði að hætti Jota

Nunez fagnaði að hætti Jota
433Sport
Í gær

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“
433Sport
Í gær

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“