Ragnar Sigurðsson, leikmaður landsliðsins, er spenntur fyrir komandi leik við Frakka.
Ragnar hefur spilað frábærlega með Rostov á tímabilinu í Rússlandi og kemur sjóðheitur til leiks.
,,Þetta er eiginlega bara ótrúlegt að það séu fjögur lið með jafnmörg stig og CSKA einu stigi minna núna,“ sagði Ragnar.
,,Þetta er fáránlega tight og við þurfum að halda áfram og ekki tapa stigum í næstu leikjum til að halda okkur uppi.“
,,Við erum með lið til að vinna dolluna en erum ekkert með rosalega breiðan hóp svo það þyrftu helst allir að halda sér heilum.“
,,Ég er löngu búinn að þurrka tapið gegn Albaníu út, ég hef ekki hugsað um það fyrr en við komum hingað og skoðuðum það aftur.“
,,Við þurfum að loka markinu betur, vera meira aggressive og það er mikilvægt að skora fyrsta markið. Við erum sterkir heima.“
Ísland Frakkland: Ragnar Sigurðsson – 09.10.19 from DV Sjónvarp on Vimeo.