Victor Valdes hefur verið rekinn úr starfi se þjálfari U19 ára liðs Barcelona. Hann var ráðinn í starfið fyrir þremur mánuðum.
Valdes átti frábæran feril hjá Barcelona sem leikmaður en þessi fyrrum markvörður hefur áhuga á þjálfun.
Hann átti hins vegar í stríði við Patrick Kluivert, gamla goðsögn úr boltanum. Kluivert var í sumar ráðinn yfirmaður La Masia, sem er unglingastarf Barcelona.
Hann og Valdes áttu ekki skap saman og var ákveðið að reka Valdes úr starfi þegar hann mætti til vinnu í morgun.
Börsungar hafa ráðið Franc Artiga til að taka við liðinu sem Valdes stýrði en hann var áður með B-liðið í U19 ára.