

Steve Bruce, stjóri Newcastle, hefur tröllatrú á Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United.
United hefur byrjað illa á þessu tímabili en liðið tapaði nokkuð óvænt 1- gegn Newastle í gær.
,,Þeir eru að glíma við erfið meiðslavandræði og þar til þau leysast þá sýnir enska deildin ekki fyrirgefningu,“ sagði Bruce.
,,Þeir eru með marga á meiðslalistanum en ég er viss um að Ole geti snúið genginu við.“
,,Ég hef séð muninn á mínu liði þegar það eru tveir eða þrír leikmenn sem eru frá.“