Gjafaleikur DV er í fullum gangi í október en á morgun verður aukaglaðningur með vinning dagsins. Sá lánsami lesandi og vinur dv.is á Facebook sem dreginn verður út á morgun, þriðjudaginn 8. október, fær nefnilega miða fyrir tvo á leik Ísland – Andorra sem fer fram þann 14. október næstkomandi á Laugardalsvelli.
Um er að ræða síðasta heimaleik karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir EM 2020 og má bóka að spennan verði gríðarleg.
Þeir sem hafa ekki heyrt um gjafaleik DV fyrr þá virkar hann svona:
Á hverjum virkum degi til 1. nóvember verður heppinn lesandi og fylgjandi dv.is á Facebook dreginn út og eru vinningarnir ekki af verri endanum. Á síðasta degi leiksins, þann 1. nóvember, verður stóri vinningurinn dreginn út og þá gengur einn heppinn lesandi út úr höfuðstöðvum DV með utanlandsferð, fyrir tvo, frá Heimsferðum, 65” UHD snjallsjónvarp frá LG , gjafabréf í Leyndarmál Matarkjallarans, fyrir tvo, gjafabréf fyrir fjölskylduna frá Blackbox Pizza, 20 gjafakort frá Brandson, miðar í Þjóðleikhúsið, borðspil frá Svarti sauðurinn og úr frá 24 Iceland.
Til að eiga möguleika á að hreppa hnossið þarf að smella hér á Facebook-síðu dv.is, finna færslu um gjafaleikinn og tagga einhvern sem á skilið óvæntan glaðning. Til þess að eiga möguleika á vinningum þarftu að vera vinur dv.is á Facebook.
Daglega hreppir einn lánsamur lesandi og vinur DV á Facebook einhvern þeirra vinninga sem hér eru nefndir.
Matarkjallarinn – gjafabréf í Leyndarmál Matarkjallarans, fyrir tvo
Blackbox pizza – gjafabréf fyrir fjölskylduna
Brandson – 20.000 króna gjafakort
Þjóðleikhúsið – miðar í leikhús
24 Iceland – úr
Svarti sauðurinn – borðspil
KSÍ – 2 miðar á Ísland – Andorra
Allir vinningshafar fá áskrift að DV í einn mánuð.
1. nóvember verða vinningar frá Heimsferðum og Heimilistækjum dregnir út.
Heimilistæki – sjónvarp
Heimsferðir – ferð fyrir 2