Paul Ince, fyrrum leikmaður Manchester United, skilur ekki hvað Ole Gunnar Solskjær er að gera hjá félaginu.
Solskjær fékk langan samning hjá United fyrr á þessu ári eftir að hafa byrjað vel á Old Trafford.
Síðan þá hefur lítið gengið upp hjá félaginu og er Norðmaðurinn valtur í sessi.
,,Ég er ekki hérna til að kalla eftir því að einhver verði rekinn – ég hef verið þar og það er ekki góð tilfinning,“ sagði Ince.
,,Ég stend þó við það að stjórn félagsins hafi tekið þessa ákvörðun alltof snemma varðandi Ole.“
,,Hvað hefur hann gert til að eiga þetta starf skilið? Hann fór til Cardiff, féll þar og svo fór hann til Molde.“
,,Hvað hefur hann gert til að stjórnin haldi að hann sé rétti maðurinn til að taka að sér eitt stærsta eða stærsta starf fótboltans?“