Dani Alves, goðsögn Barcelona, lenti í veseni á dögunum er hann lék með Sao Paulo í heimalandinu.
Alves skrifaði undir samning við Sao Paulo fyrr á árinu og spilaði liðið við Fortaleza um helgina.
Þar lenti Alves í smá bobba en flugur gerðu allt vitlaust áður en leikmaðurinn ætlaði að taka hornspyrnu.
Vespur höfðu safnað sér saman á einum hornfána vallarins áður en Alves ætlaði að taka spyrnuna.
Þær urðu reiðar vegna náveru bakvarðarins og þurfti Alves að flýja sem og aðrir leikmenn.
Myndir af þessu má sjá hér.