Alan Shearer, markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, sparaði ekki stóru orðin í gær.
Shearer ræddi lið Manchester United en hans fyrrum félag Newcastle vann United 1-0 í gær.
Það gengur lítið hjá United þessa stundina og er Ole Gunnar Solskjær orðinn valtur í sessi að margra mati.
Shearer blótaði í beinni útsendingu er hann sagði United vera í djúpum skít þessa stundina.
Shearer baðst svo afsökunar á þeim ummælum en margir segja að hann hafi einfaldlega rétt fyrir sér.
Hér má sjá atvikið.
Alan Shearer:
“Man Utd are fucked.” ??pic.twitter.com/GECvvE6CWW— Football Central (@CentralFootie) 6 October 2019