Það ætlaði allt að verða vitlaust um helgina þegar Liverpool vann Leicester 2-1 í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool vann 2-1 sigur á Leicester þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 95. mínútu leiksins.
Andy Robertson, leikmaður Liverpool, ýtti aðeins í Ayoze Perez, leikmann Leicester, eftir sigurmarkið.
Perez tók alls ekki vel í þessa hegðun Robertson og hrinti honum ansi hressilega í kjölfarið.
Talað er um að Perez hafi hlegið að Robertson eftir jöfnunarmark Leicester og að sá skoski hafi verið að hefna sín.
Hér má sjá það sem átti sér stað.
What was Perez playing at shoving Robertson in the back? ? pic.twitter.com/R88aE9wpZB
— SNM (@JackCook95) 6 October 2019