Það eru engar líkur á að Mauricio Pochettino verði rekinn frá Tottenham þrátt fyrir slæmt gengi undanfarið.
Þetta segir Tim Sherwood, fyrrum stjóri liðsins en Tottenham hefur ekkert getað undanfarið og tapaði 3-0 gegn Brighton um helgina.
Sherwood segir að eigandi Tottenham, Daniel Levy, sé ekki að hugsa um það að reka Argentínumanninn.
,,Daniel Levy er einn sniðugasti maður fótboltans; heldurðu að sé að hugsa um að reka Mauricio Pochettino?“ sagði Sherwood.
,,Hann hefur gert svo mikið fyrir þetta knattspyrnufélag. Það er ekki möguleiki að hann veðri rekinn – ekki næstu milljón árin.“