Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool fór í myndatöku í dag eftir að hafa orðið fyrir meiðslum um helgina.
Salah fékk högg á ökkla í sigri á Leicester og fór meiddur af velli.
Meiðslin eru ekki alvarleg en þetta sagði talsmaður Liverpool í dag, framherjinn ákvað hins vegar að taka ekki sénsa og fer ekki í verkefni með landsliði Egyptalands.
Talsmaður Liverpool segir að ekki sé hægt að segja til um hvort Salah verði klár gegn Manchester United, eftir tæpar tvær vikur. Flestir telja að hann nái leiknum.
Salah verður í meðhöndlun næstu daga og fær frí frá fótbolta á meðan landsleikir eru í gangi.