fbpx
Sunnudagur 21.september 2025
433Sport

Rifjuðu upp hvað Óskar sagði um Blika fyrir ári síðan: „Arnar og Milos voru búnir að drepa þetta andlega“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 7. október 2019 13:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta leitar að næsta þjálfara sínum eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sagði upp störfum á laugardag. Hann ákvað að taka við Breiðablik. Um helgina átti Grótta í viðræðum við Bjarna Guðjónsson, aðstoðarþjálfara KR um að taka við. Ekki er komið á hreint hvað Bjarni gerir.

Rætt var um ráðninguna á Óskari í Dr. Football, hlaðvarpsþættinum í dag. Þar voru rifjuð upp ummæli Óskar frá því í fyrra.

Þá var Óskar sem þjálfari Gróttu í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á X977, þar talaði hann um að Breiðablik hefði ekki verið neitt annað en Fjölnir á sterum, undir stjórn Ágúst Gylfasonar. Óskar Hrafn tekur við Blikum af Ágústi sem var rekinn úr starfi, hann skilaði Blikum í 2 sætið, tvö ár í röð.

,,Hvað er Breiðablik? Breiðablik er bara Fjölnir á sterum. Bara Fjölnir með miklu betri menn, bara múra fyrir og sækja hratt. Af því að það gekk vel gegn FH í 2. umferð, með fullri virðingu,“ sagði Óskar í viðtalinu fyrir rúmu ári. Hans leikstíll og hugmyndafræði er öðruvísi.

Óskar hrósaði hins vegar Ágústi fyrir að rífa Blika upp. Hann talaði um andlegt gjaldþrot hjá Arnari Grétarssyni og Milos Milojević sem voru með liðið á undan.

,,Geðveikislega vel gert hjá Gústa, það er ekki auðvelt að koma á eftir Arnari Grétarssyni og Milos sem voru búnir að drepa þetta andlega. Þá kemur Gústi inn og gerir þetta hrikalega vel en ekki með því að þú labbir af Kópavogsvelli og hugsir djöfull var þetta gaman. Vá!.“

Hjörvar Hafliðason, benti á það að koma Antons Ara Einarssonar til Breiðabliks fyrr í sumar, væri merki um það að ráðningin á Óskari væri löngu klár. Óskar hefur byggt hugmyndafræði sína á ungum leikmönnum. Fyrir eru Blikar með einn besta markvörð deildarinnar, Gunnleif Gunnleifsson sem fagnar 45 ára afmæli á næsta ári.

Þetta hafði Óskar svo um Gunnleif, markvörð Breiðabliks að segja fyrir rúmu ári. ,,Þú ert með Gunnleif Gunnleifsson sem skekkir myndina en það er val að vera með 43 ára gamlan markvörð, það er val.“

,,Miðað við hans hugmyndafræði, þá er það ekki hans val, svo ég leyfi mér að nota það orð. Að nota 45 ára gamlan markvörð næsta sumar, þar Gunnleifur að finna nýtt lið? Verða markmannsþjálfari? Eða bakkar hann Anton upp?.“

Umræðuna úr Dr. Football má heyra hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila