Ezequiel Esperon, 23 ára gamall knattspyrnumaður í Argentínu lést um helgina. Hann féll niður af sjöttu hæð, hann var í gleðskap með vinum.
Hann var úrskurðaður látinn þegar hann kom á Zubizarreta spítalanum í Buenos Aires.
Esperon lék með All Boys sem er atvinnumannalið í Argentínu, áður en hélt til Sport Club Internacional í Brasilíu. Hann fór síðan til Gremio en var nú síðast í herbúðum Atlante de Mexico.
Atvikið átti sér stað klukkan 03:00 en hann var þá í partý hjá félaga sínum.
Lögreglan telur að Esperon hafi hallað sér upp að handriði á svölunum, það hafi verið illa byggt og gefið sig. Með þeim afleiðingum að Esperon féll niður og lést.