Það er búið að kalla Ingvar Jónsson í landsliðshópinn fyrir komandi verkefni í undankeppni EM.
Þetta staðfesti knattspyrnusambandið í kvöld en Ingvar kemur inn í hópinn í stað Rúnars Alex Rúnarssonar.
Rúnar og kærasta hans eiga von á barni og getur hann því ekki tekið þátt í verkefninu.
Ingvar á að baki átta A-landsleiki og verður til taks er Íslands spilar við Frakkland og Andorra.