Gonzalo Higuain, leikmaður Juventus, skilur af hverju hann var á bekknum gegn Inter Milan í gær.
Higuain kom við sögu í seinni hálfleik og tókst að tryggja Juventus 2-1 útisigur á Inter.
Maurizio Sarri ákvað að byrja með Paulo Dybala frekar en Higuain og segir sá síðarnefndi að það sé skiljanleg ákvörðun.
,,Stjórinn tekur þessar ákvarðanir. Paulo hefur gert vel undanfarið svo þetta er skiljanlegt,“ sagði Higuain.
,,Það eina sem ég get gert er að vera tilbúinn að hjálpa liðinu og sem betur fer þá tókst það.“