Það eru vandræði í Guttagarði, heimavelli Everton en þetta dýra lið situr nú í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Útlitið er ekki gott og Marco Silva, stjóri Everton er í hættu á að missa starfið sitt.
Gylfi Þór Sigurðsson var að venju í byrjunarliði Everton sem tapaði gegn Burnley um helgina, slæmt tap á útivelli. Liverpool Echo, staðarblaðið í borginni hefur gagnrýnt Gylfa mikið í ár.
Talsverð pressa er á Gylfa enda dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins, á sínu þriðja tímabili í Bítlaborginni.
,,Það eru leiðtogarnir í hóp Silva sem eru að bregðast honum, Gylfi Sigurðsson, Seamus Coleman og Lucas Digne,“ segir á vef Echo en þeir eru á meðal slökustu leikmanna Everton í ár.
,,Þrátt fyrir að hafa fengið átta í einkunn gegn Wolves er meðaleinkunn Gylfa 5,38,“ segir á vef Echo og er hann þar með þriðji slakasti leikmaður Everton í ár.
Einkunnir leikmanna Everton:
Jean-Philippe Gbamin – 6.5
Fabian Delph – 6.4
Yerry Mina – 6.38
Alex Iwobi – 6.33
Jordan Pickford – 6.25
Richarlison – 6.13
Andre Gomes – 6
Moise Kean – 5.86
Dominic Calvert-Lewin – 5.71
Michael Keane – 5.75
Bernard – 5.67
Lucas Digne – 5.63
Seamus Coleman – 5.5
Gylfi Þór Sigurðsson – 5.38
Morgan Schneiderlin – 4.83
Theo Walcott – 4.67