

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ræddi við blaðamenn í gær eftir óvænt tap gegn Wolves.
Liverpool er nú með átta stiga forskot á toppnum eftir að Adama Traore skoraði tvennu í 2-0 sigri á City á Etihad vellinum.
,,Þetta var slæmur dagur og það gerist stundum,“ sagði Guardiola við blaðamenn.
,,Við byrjuðum nokkuð vel en fengum tvö mörk á okkur þar sem það var ómögulegt að verjast, við vorum stressaðir.“
,,Við töpuðum boltanum oft og þeir nýttu sín færi. Áður en það gerðist þá áttum við skot í stöngina en við spiluðum ekki nógu vel. Þetta var ekki góður dagur.“