Það eru ófáir góðir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem fá ekkert að spila fyrir sín lið þessa stundina.
Nefna má stórstjörnuna Mesut Özil en hann kostaði Arsenal 42,5 milljónir punda á sínum tíma.
Özil fær lítið sem ekkert að spila fyrir Arsenal og gæti vel verið á förum frá félaginu á næsta ári.
Christian Pulisic er annað nafn en hann er ungur leikmaður Chelsea sem kom í sumar.
Pulisic er ekki í myndinni hjá Frank Lampard, stjóra Chelsea, og fær mjög takmarkað að spila.
Hér má sjá draumalið skipað leikmönnum sem fá ekkert að spila en það kostar samanlagt 248 milljónir punda.