Antonio Conte, stjóri Inter Milan, segir að Romelu Lukaku þurfi að æfa meira en aðrir leikmenn liðsins.
Lukaku hóf tímabilið smávægilega meiddur en Conte telur að Belginn þurfi að æfa meira því hann er vöðvameiri en liðsfélagar hans.
,,Romelu er klárlega leikmaður sem þarf að æfa meira, hann er með stóran líkama og þarf að æfa til að vera í frábæru standi,“ sagði Conte.
,,Í byrjun tímabils þá var hann að glíma við bakmeiðsli en nú er hann að glíma við annað síðan í leiknum við Lazio.“
,,Hann gefur þó allt í leikinn. Gegn Barcelona vorum við ekki með Lukaku og það er mikilvægt að hafa hann.“