Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, hefur staðfest það að hann sé að íhuga að taka að sér nýtt starf.
Wenger er 69 ára gamall en hann yfirgaf Arsenal á síðasta ári eftir 21 ár hjá félaginu.
Nú er Wenger að íhuga að taka starfstilboði FIFA en þar myndi hann starfa á bakvið tjöldin.
,,Ég vil bara fá að deila því sem ég hef lært og gefa leiknum til baka á annan hátt,“ sagði Wenger.
,,Ég er ekki viss um að ég hætti að þjálfa því djöfullinn er enn hluti af mér. Ég verð að sjá hvort mér líki við þetta og hvort ég geti gert mitt.“