Hollenska goðsögnin Marco van Basten hefur sent leikmönnum Manchester United stóra og góða pillu.
Van Basten sá United spila við AZ Alkmaar í Evrópudeildinni á fimmtudag í leik sem endaði með markalausu jafntefli.
Van Basten segir að leikmenn United séu hrokafullir og að þeir sýni þessari keppni enga virðingu.
,,Hvað hefur Manchester United gert hingað til? Þeir unnu Astana 1-0!“ sagði Van Basten.
,,Þeir eru í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og eru að spila fótbolta sem þú vilt eiginlega ekki skrifa um.“
,,Ef ég væri í þeirra stöðu þá myndi ég ferðast og forðast leikritið. Þetta er stórt félag en ég er bara að tala um peningana.“
,,Þeir horfa niður á leiki í Evrópudeildinni og þú sérð eftir því. Ef ég væri hjá AZ Alkmaar þá hefði ég verið mjög pirraður. Ég myndi vilja sýna hversu pirraður ég væri.“
,,Þessir atvinnumenn fá mjög vel borgað. Þeir kvarta yfir gervigrasi? Hættiði þessu. Ekki tala um þessa dekruðu stráka.“