Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Al-Arabi er með slitið liðband í ökkla. KSÍ staðfestir þetta.
. Aron spilaði með liði Al-Arabi í fyrradag sem mætti Al Khor í fimmtu umferð deildarinnar.
Aron meiddist í leiknum en það þurfti að keyra hann af velli á golfbíl sem var áhyggjuefni. Leikmaður Al-Khor fór í ansi groddaralega tæklingu og fór með takkana í ökkla Arons sem var sárkvalinn.
Nú er ljóst að Aron verður ekki með landlsiðinu í verkefninu gegn Andorra og Frakklandi og heldur ekki gegn Tyrklandi og Moldóvu í nóvember.
Mikið högg fyrir einn mikilvægasta mann landsliðsins og liðið sjálft sem treystir mikið á Aron.