Bjarni Mark Antonsson skoraði stórbrotið mark í dag er lið Brage spilaði við Trelleborg í Svíþjóð.
Bjarni er mikilvægur hlekkur í liði Brage sem gerði 2-2 jafntefli við Trelleborg á útivelli.
Bjarni jafnaði metin fyrir Brage í 1-1 á 53. mínútu í dag en hann skoraði með magnaðri hjólhestaspyrnu.
Brage stefnir á að komast upp í efstu deild en liðið er með 48 stig í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppnum.
Hér má sjá mark Bjarna.
Hjólhestaspyrna Bjarna í dag. pic.twitter.com/wLYM8Dpqxk
— Íslendingavaktin (@Islendingavakt) 6 October 2019