Aron Einar Gunnarsson gæti verið alvarlega meiddur en hann leikur með Al-Arabi í Katar. Aron spilaði með liði Al-Arabi í fyrradag sem mætti Al Khor í fimmtu umferð deildarinnar.
Aron meiddist í leiknum en það þurfti að keyra hann af velli á golfbíl sem er áhyggjuefni. Leikmaður Al-Khor fór í ansi groddaralega tæklingu og fór með takkana í ökkla Arons sem var sárkvalinn.
Það er útlit fyrir það að Aron muni missa af landsliðsverkefni Íslands gegn Andorra og Frökkum.
Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons birtir mynd af honum á Instagram síðu sinni. Þar er landsliðsfyrirliðinn með hækjur og í sérstökum skó svo að hann setji ekki þunga á ökkla sinn.
Kristbjörg má hins vegar ekki sitja við hlið Arons á sjúkrahúsinu, konur eiga að sitja á einum stað og karlar á öðrum stað. Sérstök regla sem er viðhöfð í Katar.
Mynd af Aroni má sjá hér að neðan.