Brendan Rodgers, stjóri Leicester, var rekinn frá Liverpool í október árið 2015 eftir þrjú ár hjá félaginu.
Rodgers virðist nú kenna eigendum Liverpool um þennan brottrekstur en hann fékk ekki að styrkja allar stöður sem hann vildi.
Rodgers segir að eigendurnir hafi verið að læra á þessum tíma og að þeir hafi ekki sýnt sér sama stuðning og Jurgen Klopp hefur fengið.
,,Ég þakka eigendunum fyrir að gefa mér tækifæri en þeir voru einnig að læra,“ sagði Rodgers.
,,Þeir föttuðu það seinna að ef þú þarft miðvörð eða markvörð þá þarftu að borga upphæðina til að fá þá inn.“