Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er líklegastur til að fá sparkið á Englandi samkvæmt veðbönkum.
Pochettino er valtur í sessi þessa stundina eftir hörmulegt gengi Tottenham undanfarnar vikur.
Tottenham tapaði gegn Colchester í enska deildarbikarnum, 7-2 gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni og 3-0 gegn Brighton í deildinni í gær.
Veðbankar segja að Pochettino sé sá líklegasti til að verða rekinn þrátt fyrir gott gengi á síðustu leiktíð.
Pochettino er líklegri en bæði Marco Silva, stjóri Everton og Steve Bruce sem stýrir Newcastle.