Gary Neville, goðsögn Manchester United, sá liðið tapa 1-0 gegn Newcastle í dag.
United hefur alls ekki verið sannfærandi í undanförnum leikjum en Matty Longstaff skoraði eina markið á St. James’ Park.
Neville segir að gæðin fram á við séu ekki nógu mikil og telur að United sakni meira að segja Marouane Fellaini.
Fellaini yfirgaf United fyrr á þessu ári en hann samdi við lið í Kína.
,,Gæðin eru bara ekki til staðar, þeir eru ekki með næga breidd og hafa tekið skref til baka,“ sagði Neville.
,,Hann hefði frekar getað notað Fellaini frammi í dag eða Romelu Lukaku eða Alexis Sanchez – það er engin spurning.“