fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433

Luiz veit að hann gerði marga reiða: ,,Þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. október 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Luiz, leikmaður Arsenal, hefur útskýrt af hverju hann ákvað að semja við félagið í sumar.

Luiz yfirgaf Chelsea fyrir Arsenal á lokadegi félagaskiptagluggans en sú ákvörðun er ekki vinsæl hjá öllum.

Það er engin vinátta á mill Chelsea og Arsenal en Luiz ræddi við Frank Lampard, stjóra þess fyrrnefnda og ákvað svo að fara.

,,Þetta var einstaklingsákvörðun sem var tekin eftir hreinskilið samtal á milli mín og Frank,“ sagði Luiz.

,,Við höfðum mismunandi skoðanir varðandi framtíðina og þess vegna ákvað ég að taka annan möguleika.“

,,Það er alltaf erfitt því það er rígur þarna á milli en ég ákvað að yfirgefa Chelsea áður en Arsenal bauð í mig.“

,,Um leið og ég ákvað að fara – eftir nokkra daga – þá kom tilboð frá Arsenal og það er annað frábært félag, ég hugsaði mig ekki tvisvar um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki að fara en fær launahækkun

Fékk ekki að fara en fær launahækkun
433Sport
Fyrir 2 dögum

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið

Með því að lifa tvöföldu lífi hélt hann framhjáhaldinu gangandi í tvö ár – Þetta litla atvik varð til þess að allt kom upp á yfirborðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila

Guðjón tekur við Haukum – Hætti um síðustu helgi að spila