Chelsea vann virkilega góðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Southampton á St. Mary’s.
Chelsea var í stuði í fyrri hálfleik og skoraði þrjú mörk gegn einu frá heimamönnum.
Tammy Abraham skoraði enn eitt markið fyrir Chelsea sem vann 4-1 sigur að lokum.
Manchester City tapaði mjög óvænt sínum leik gegn Wolves á Etihad vellinum.
Hinn eldfljóti Adama Traore sá um að klára City en hann gerði bæði mörk Wolves í leiknum.
Arsenal vann þá 1-0 heimasigur á Bournemouth þar sem David Luiz skoraði eina markið.
Southampton 1-3 Chelsea
0-1 Tammy Abraham(17′)
0-2 Mason Mount(24′)
1-2 Danny Ings(30′)
1-3 N’Golo Kante(40′)
1-4 Michy Batshuayi(89′)
Manchester City 0-2 Wolves
0-1 Adama Traore(80′)
0-2 Adama Traore(90′)
Arsenal 1-0 Bournemouth
1-0 David Luiz(9′)