Bayern Munchen í Þýskalandi hefur bannað Frakklandi að nota bakvörðinn Lucas Hernandez gegn Íslandi.
Hernandez er á mála hjá Bayern en hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Bayern vegna meiðsla.
Hann var þó valinn í 23-manna hóp Frakklands fyrir leiki gegn Tyrkjum og Íslandi í undankeppni EM.
Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern, segir þó að Frakkland megi ekki nota leikmanninn í verkefninu.
,,Við látum landsliðið vita af því að þeirra leikmenn séu ekki í lagi, þeir eru meiddi. Læknarnir sjá um það,“ sagði Salihamidzic.
,,Við erum með okkar skoðun varðandi leikmennina. Ef leikmaður er að glíma við meiðsli þá er ekki hægt að nota þá.“