Nicolo Barella, leikmaður Inter Milan, var hársbreidd frá því að semja við Chelsea í janúar.
Barella staðfesti þetta sjálfur í dag en hann var þá á mála hjá Cagliari og mikilvægur hlekkur í liðinu.
Barella ákvað að lokum að vera áfram hjá Cagliari og fór svo til Inter Milan í sumarglugganum.
,,Chelsea reyndi að fá mig í janúar og viðræðurnar voru komnar áfram,“ sagði Barella.
,,Ég sagði við Cagliari að þetta væri ekki auðveldur tími fyrir liðið og að ég myndi klára tímabilið og taka svo ákvörðun.“