Genoa 1-2 AC Milan
1-0 Lasse Schone
1-1 Theo Hernandez
1-2 Franck Kessie(víti)
AC Milan vann loksins leik í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Genoa.
Genoa komst yfir í fyrri hálfleik en Lasse Schone skoraði eftir 41 mínútu.
Milan mætti sterkara til leiks seinni hálfleik og skoruðu þeir Theo Hernandez og Franck Kessie mörk til að koma liðinu í 2-1.
Áður en Kessie skoraði þá var Davide Biraschi rekinn af velli hjá Genoa og leikmenn því orðnir tíu. Dæmd var vítaspyrna á Biraschi sem Kessie skoraði úr.
Á 79. mínútu fékk Davide Calabria svo rautt spjald hjá Milan og þar með annað rauða spjald leiksins.
Schone gat tryggt Genoa stig í uppbótartíma en hann steig þá sjálfur á vítapunktinn en Pepe Reina varði spyrnu hans og tryggði Milan öll þrjú stigin.