Barcelona á Spáni er strax byrjað að íhuga að selja sóknarmanninn Antoine Griezmann.
Frá þessu greinir franska blaðið Le10sport en Griezmann kom aðeins til félagsins í sumarglugganum.
Griezmann hefur viðurkennt það að hann eigi í erfiðleikum með að kynnast stórstjörnu liðsins, Lionel Messi.
Stjórn Barcelona óttast að þeirra samband verði aldrei gott en þeir eyða engum tíma saman fyrir utan völlinn.
Það gæti farið svo að Barcelona fórni Griezmann næsta sumar og fái Neymar inn í staðinn.
Neymar og Messi eru bestu vinir en þeir voru frábærir í framlínu liðsins áður en sá fyrrnefndi fór til PSG.