Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur engar áhyggjur af starfi sínu þrátt fyrir erfitt gengi undanfarið.
Það er farið að hitna undir Pochettino en liðið tapaði 7-2 gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í vikunni.
Ekki nóg með það heldur þá tapaði liðið 3-0 gegn Brighton í úrvalsdeildinni í hádeginu.
,,Nei ég hef engar áhyggjur, ég hef áhyggjur af lífinu en ekki fótbolta,“ sagði Pochettino.
,,Ég vil ekki að þið takið þessu á rangan hátt en ég er hræddur við lífið ekki fótbolta.“
,,Þú þarft að vera sterkur og hugrakkur til að taka ákvarðanir og láta sjá þig þegar það gengur illa.“