Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vonar að hann geti þjálfað liðið næstu fimm árin.
Pochettino er sagður vera valtur í sessi þessa stundina eftir hörmulega byrjun á tímabilinu.
Tottenham tapaði 7-2 gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni í vikunni og hefur spilamennskan ekki verið sannfærandi í haust.
,,Undanfarin fimm ár þá höfum við rætt um mína framtíð á hverjum einasta blaðamannafundi,“ sagði Pochettino.
,,Ég vona að við höldum áfram að tala, það þýðir að ég verði allavegana hér áfram næstu fimm árin.“
,,Ég samþykki skoðanir fólks og þær eru eðlilegar, allir þurfa að segja eirtthvað.“