Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, gæti einn daginn spilað fyrir ítalska stórliðið Napoli.
Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Thies Bliemeister en hann útilokar það ekki að Son semji við félagið í framtíðinni.
Son er mikilvægur hlekkur í liði Tottenham en hann kom til félagsins frá Bayer Leverkusen árið 2015.
,,Ég hef aldrei selt leikmann til Napoli en ég væri til í það því Diego Maradona er minn uppáhalds leikmaður og hann spilaði þar,“ sagði Bliemeister.
,,Ég hef talað við Napoli áður en það var stjórn sem er ekki lengur þar. Varðandi Son til Napoli, af hverju ekki?“
,,Þú getur aldrei sagt aldrei í fótbolta. Son er hrifinn af Ítalíu, hann elskar matinn og fólkið.“
,,Það er ekki auðvelt að taka hann frá Tottenham því hann kostar mikið en einn daginn, af hverju ekki?“