UEFA hefur ákært Liverpool fyrir hegðun stuðningsmanna liðsins í miðri viku í Meistaradeildinni.
Liverpool mætti RB Salzburg í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vann 4-3 heimasigur.
Liverpool komst í 3-0 í frábærum leik en Salzburg tókst að jafna metin. Mo Salah tryggði Liverpool svo stigin þrjú.
Tvö atvik komu upp á Anfield en í seinni hálfleik þá hljóp óboðinn gestur inn á völlinn og þurftu öryggisverðir að fjarlægja hann.
Eftir lokaflautið þá hlupu svo nokkrir krakkar á völlinn og reyndu að fá treyjur leikmanna Liverpool.
Salzburg var einnig ákært af UEFA en stuðningsmenn þeirra voru fundnir sekir um að kasta smáhlutum inn á völlinn.