Gylfi Þór Sigurðsson fær ekki frábæra dóma fyrir sína frammistöðu í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Gylfi hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en það sama má segja um aðra leikmenn Everton.
Liðið tapaði 1-0 gegn Burnley í dag og fær Gylfi aðeins fjóra af tíu fyrir sitt framlag.
,,Sigurðsson lagði sig fram eins og áður en gat ekki haft áhrif á leikinn þar sem Everton þarf á honum að halda,“ stendur í blaði Liverpool Echo.
Jóhann Berg Guðmundsson átti þó fínan leik er Burnley fékk öll stigin á Turf Moor.